(+354-5659901)  info@betterbusiness.is Íslenska Innskráning

BeOnline Innskráning

Velkomin í BeOnline!

 

“Það er bara einn yfirmaður. Viðskiptavinurinn. Hann getur rekið alla; eigandann, framkvæmdastjórann og starfsmennina, bara með því að ákveða að eyða peningunum sínum einhverstaðar annarstaðar.”

– Sam Walton, stofnandi Wal-Mart

customers_path

Þau fyrirtæki sem ganga hvað best hafa hugsað fyrir öllu. Ekki bara hvernig ýmind þeirra er út á við heldur hvernig starfsfólkið hegðar sér og hvað þau gera þegar þau eru í samskiptum við kúnna. Þessi samskipti köllum við stund sannleikans.

Slík samskipti geta tekið á sig margar myndir, það geta verið samskipti milli tveggja aðila, það getur líka verið hvernig afgreiðslumaður í búð eða yfirþjónn á veitingastað hegðar sér og loks hvernig rödd manneskjunnar virkar yfir símann eða tónninn í samskiptum þegar svarað er á samskiptamiðlum.

Öll slík samskipti sem viðskiptavinur á við fyrirtækið þitt er hægt að fylgast með og mæla. Við getum mælt og kortlagt þessi samskipti með nafnlausum viðskiptavinum, mælingarnar eru þá með raunverulegum kúnnum.

Our services

Eftir að hafa aðstoðað fyrirtæki við að mæla og kortleggja þjónustuferlið hjá sér í yfir 10 ár, erum við þess fullviss um að geta veitt viðskiptavinum okkar nauðsynleg gögn til að auka þekkingu á sínum viðskiptavinum og hvernig samskipti fyrirtækisins við þá eru.

Að þessu sögðu, þá finnst okkur mikilvægast að fyrirtækið þitt haldi stöðugt áfram að skilgreina hvað þarf að mæla, afhverju ertu að mæla það og ertu að nota niðurstöðurnar. Við viljum hjálpa þér í ferlinu allt frá upphafi til enda, það er í byrjun ferilsins og eftir að búið er að setja upp mystery shopping kerfi. Það getur verið stuðningurinn sem þú þarft til þess að þjónustan sé nýtt og að hún virki inn í fyrirtækinu þínu. Við bjóðum upp á stöðufundi með fyrirtækinu bæði með starfsmönnum og yfirstjórn og síðan getum við líka aðstoðað við að verðlauna starfsmenn fyrir að veita Frábæra Þjónustu.